Colleen McCullough (fædd 1. júní 1937 í Wellington, Nýja Suður-Wales, lést 29. janúar 2015 á Norfolkeyju) var ástralskur rithöfundur og taugavísindamaður. Hún var þekktur vísindamaður og virtur en sneri sér að ritstörfum alfarið eftir að fyrstu verk hennar nutu mikillar velgengni. Hennar þekktasta verk er Þyrnifuglarnir.


Vísindastörf

breyta

McCullough hóf læknisnám við Háskólann í Sydney en varð að hætta sökum ofnæmis fyrir gúmmíinu í læknishönskum. Í staðinn hóf hún að nema taugavísindi og hóf störf við Royal North Shore sjúkrahúsið í Sydney. 1963 flutti hún til Bretlands og starfaði við Great Ormond Street sjúkrahúsið í Lundúnum. 1967 fór hún til Bandaríkjanna og hóf störf og kennslu við taugavísindadeild Yale-háskóla í New Haven. Þar vann hún í tíu ár eða þangað til að rithöfundaferill hennar fór á skrið.

Ritstörf

breyta

Á meðan hún kenndi við Yale komst hún að því að hún var lægra launuð en karlkyns samstarfsmenn hennar. Hún var hrædd um hvernig henni myndi vegna í ellinni og fór því að skrifa bækur til að drýgja tekjur sínar eftir að hafa séð samstarfsmann sinn við Yale, fornfræðinginn Erich Segal, hagnast á verki sínu Love Story.

Annað verk hennar, Þyrnifuglarnir náði gífurlegum vinsældum og hefur selst í meira en 30 milljónum eintaka um heim allann. Sjónvarpsþættir voru síðar gerðir upp úr verkinu. Velgengni hennar sem rithöfundur varð til þess að hún sneri sér alfarið að ritstörfum og hætti vísindastörfum,.

Hún ritaði einkum söguleg skáldverk sem tengdust Ástralíu eða Rómarveldi. Masters of Rome bókaflokkur hennar hefur notið mikilla vinsælda og virðingar, einkum sökum hinnar gífurlegu heimildarvinnu sem McCullough lagði í. Hún hlaut ítölsku Premio Scanno verðlaunin árið 2000, einkum vegna þessa bókaflokks.

Helstu verk

breyta

Skáldsögur

breyta
  • Tim (1974)
  • The Thorn Birds (1977) / Þyrnifuglarnir (1981)
  • An Indecent Obsession (1981)