Myndrænt viðmót er notendaviðmót sem gerir notendum kleift að eiga samskipti við tölvur og önnur tæki með myndum fremur en textaskipunum. Dæmigert myndrænt viðmót notar táknmyndir og sjónrænar vísanir andstætt skipanalínuviðmóti þar sem notandinn skrifar skipanir til að láta vélina gera eitthvað. Í myndrænu viðmóti getur notandinn yfirleitt átt beint við viðmótshluta (viðföng) á borð við táknmyndir, glugga, hnappa, flipa o.s.frv. Hugtakið myndrænt viðmót er yfirleitt aðeins notað til að lýsa tvívíðu almennu notandaviðmóti en ekki sérhæfðu myndrænu viðmóti eins og t.d. viðmóti tölvuleiks eða viðmóti fyrir þrívíða miðla.

Skjámynd af GNOME með myndrænt notendaviðmót uppi.

Tengt efni breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.