Claudius (ætt)
Claudius var ættarnafn (cognomen) einnar af elstu og virtustu ættum Rómar til forna.
Samkvæmt venju var ættin atlin eiga uppruna sinn að rekja til Attiusar Claususar, Sabína sem leitaði eftir friði við Rómverja en viðhorf hans var óvinsælt meðal annarra Sabína og leiddi til þess að hann yfirgaf borgina Regillus ásamt fylgismönnum sínum árið 504 f.Kr. Hann fluttist til Rómar, sem var þá nýorðið lýðveldi og var vel tekið. fylgismenn hans fengu bæði ríkisborgararétt og land, en Attius Clausus eða Appius Claudius Sabinus Inregillensis, eins og hann kallaðist á latínu, varð sjálfur öldungaráðsmaður. Talið er að nafnið sé komið af sögninni claudeo (að haltra), því margir í fjölskyldunni voru haltir, ef til vill vegna erfðagalla.
Fjölskyldur innan claudísku ættarinnar
breytaÍ claudísku ættinni voru þrjár eða fjórar megin fjölskyldur undir lok lýðveldistímans.
- Nero-fjölskyldan: mikilvirkir öldungaráðsmenn úr yfirstéttinni (patrísear). Flestir hétu fornafninu Tíberíus. Neroarnir sameinuðust júlísku ættinni þegar Tiberius Claudius Nero, sonur annars Ti. Claudiusar Neros og Liviu Drusillu (sem tilheyrði sjálf annarri fjölskyldu innan claudísku ættarinnar — Claudii Pulchri — gegnum föður sinn, Marcus Livius Drusus Claudianus) var ættleiddur af Gaiusi Juliusi Caesari Augustusi en við það varð til júlíska-claudíanska ættin.
- Marcellus-fjölskyldan: tilheyrði almúgastéttinni (plebeium) en úr hennar röðum komu þrír ræðismenn á þriggja ára tímabili (51-49 f.Kr.); Flestir hétu fornöfnnunum Gaius eða Marcus. Gaius Claudius Marcellus (ræðismaður 49 f.Kr.) var kvæntus systur Augustusar, Octaviu yngri, og sonur þeirra, Marcus Claudius Marcellus yngri, var kvæntur dóttur Augustusar, Júlíu eldri.
- Pulcher-fjölskyldan: í kvk. pulchra, nafnið merkir „fagur“. Pulcher-fjölskyldan tilheyrði yfirstéttinni (patríseum) og var áberandi seint á lýðveldistímanum. Flestir í ættinnu héti fornafninu Appius (eina fjölskyldan af claudísku ættinni sem notaði það nafn) og Publius. Þegar Publius Claudius Pulcher lét ættleiða sig inn í almúgafjölskyldu (af pólitískum ástæðum) varð til grein þessarar fjölskyldu sem tilheyrði almúgastéttinni. Hann var æ síðan kallaður Publius Clodius Pulcher og systir hans, Clodia, notaði einnig þann rithátt.
Markverðir menn af claudísku ættinni
breyta- Appius Claudius Sabinus Inregillensis, ættfaðir, ræðismaður 495 f.Kr.
- Appius Claudius Crassus, um 450 f.Kr., ræðismaður 445 f.Kr.
- Gaius Claudius, ræðismaður 454 f.Kr.(?)
- Appius Claudius P.f. Crassus Inregillensis, ræðismaður 346 f.Kr.
- Marcus Claudius C.f. Marcellus, ræðismaður 329 f.Kr.
- Appius Claudius Caecus, censor 312 f.Kr., ræðismaður 307 f.Kr., 297 f.Kr. (eða 296 f.Kr.)
- Marcus Claudius M.f. Marcellus, ræðismaður 288 f.Kr.
- Gaius Claudius M.f. Canina, ræðismaður 286 f.Kr., 274 f.Kr.
- Appius Claudius Ap.f. Russus, ræðismaður 269 f.Kr.
- Appius Claudius Caudex, ræðismaður 264 f.Kr.
- Publius Claudius Pulcher, ræðismaður 249 f.Kr., beið ósigur í orrustunni við Drepana
- Gaius Claudius Ap.f. Centho, ræðismaður 240 f.Kr.
- Marcus Claudius Marcellus, ræðismaður 222 f.Kr.
- Quintus Claudius, alþýðuforingi 218 f.Kr.
- Appius Claudius P.f. Pulcher, ræðismaður 212 f.Kr.
- Gaius Claudius Ti.f. Nero, ræðismaður 207 f.Kr.
- Tiberius Claudius P.f. Nero, ræðismaður 202 f.Kr.
- Marcus Claudius M.f. Marcellus, ræðismaður 196 f.Kr.
- Appius Claudius Ap.f. Pulcher, ræðismaður 185 f.Kr.
- Publius Claudius Ap.f. Pulcher, ræðismaður 184 f.Kr.
- Marcus Claudius M.f. Marcellus, ræðismaður 183 f.Kr.
- Gaius Claudius Pulcher, ræðismaður 177 f.Kr.
- Marcus Claudius Marcellus, ræðismaður 166 f.Kr., 155 f.Kr., 152 f.Kr.
- Appius Claudius Pulcher, ræðismaður 144 f.Kr. (eða 143 f.Kr.)
- Gaius Claudius Pulcher, ræðismaður 92 f.Kr.
- Appius Claudius Pulcher, ræðismaður 77 f.Kr. (eða 79 f.Kr.?)
- Quintus Claudius Quadrigarius, sagnaritari
- Publius Clodius, alþýðuforingi 58 f.Kr.
- Appius Claudius Pulcher, ræðismaður 54 f.Kr.
- Marcus Claudius Marcellus, ræðismaður 51 f.Kr.
- Gaius Claudius Marcellus Major, ræðismaður 50 f.Kr.
- Gaius Claudius Marcellus Minor, ræðismaður 49 f.Kr.
- Appius Claudius Pulcher, ræðismaður 38 f.Kr.
- Marcus Claudius Marcellus, kvæntur dóttur Augustusar.
- Marcus Claudius Marcellus Aeserninus, ræðismaður 22 f.Kr.
- Tiberius Claudius Nero, faðir Tiberiusar keisara, praetor 42 f.Kr.
- Nero Claudius Drusus, consul 9 f.Kr., faðir Claudiusar keisara.
- Tiberius Claudius Nero (Tiberius), keisari
- Tiberius Claudius Nero Germanicus (Claudius), keisari
- Tiberius Claudius Britannicus (Britannicus), sonur Claudiusar keisara
- Nero Claudius Drusus Caesar (Nero), keisari.
Athugasemd: Þeir sem báru nafnið Claudius eftir andlát Neros voru sennilega afkomendur leysingja meðlima claudísku ættarinnar eða menn sem meðlimir claudísku ættarinnar veittu ríkisborgararétt.
- Claudius Civilis, leiddi uppreisn árið 69
- Lucius Catilius Severus Iulianus Claudius Reginus, ræðismaður 120
- Marcus Gavius Claudius Squilla Gallicanus, ræðismaður 127
- Lucius Uibullius Hipparchus Ti. Claudius Atticus Herodes, ræðismaður 143
- Gnaeus Claudius Severus Arabianus, ræðismaður 146
- Gnaeus Claudius Severus, ræðismaður 173
- Tiberius Claudius Pompeianus, ræðismaður 173
- Maternus Ti. Claudius, ræðismaður 185
- Tiberius Claudius Seuerus Proculus, ræðismaður 200
- Appius Claudius Iulianus, ræðismaður 224
- Claudius Pompeianust, ræðismaður 231
- Gnaeus Claudius Seuerus, ræðismaður 235
- Lucius Ti. Claudius Aurelius Quintianus, ræðismaður 235
- Claudius Aelianus (Aelian)
- Claudius Galenos (Galenos), grískur læknir
- Marcus Claudius Tacitus, keisari
- Titus Claudius M. Aurelius Aristobulus, ræðismaður 285
- Flavius Claudius Constantinus Caesar (Konstantín II), keisari
- Flavius Claudius Julianus (Julianus), keisari
- Claudius Mamertinus, ræðismaður 362
- Sextus Claudius Petronius Probus, ræðismaður 371
- Flauius Claudius Antonius, ræðismaður 382
- Claudius Claudianus (Claudianus), skáld
- Claudius Iulius Eclesius Dynamius, ræðismaður 488