202 f.Kr.
202 f.Kr. var 98. ár 3. aldar f.Kr. Á þeim tíma var það þekkt í Rómaveldi sem ræðismannsár Geminusar og Neros eða sem árið 552 ab urbe condita. Það hefur verið þekkt sem árið 202 f.Kr. frá því á miðöldum þegar Anno Domini-tímatalið var tekið upp.
Árþúsund: | 1. árþúsundið f.Kr. |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breyta- 28. febrúar - Liu Bang lýsti yfir stofnun Hanveldisins í Kína.
- Bygging nýrrar höfuðborgar Hanveldisins, Chang'an, hófst.
- Bygging borgarinnar Changsha hófst í Kína.
- Hasdrubal Gisco var sakaður um landráð og framdi sjálfsmorð fremur en eiga á hættu að vera drepinn af múg í Karþagó.
- 19. október - Orrustan við Zama: Rómverskur og númidískur her undir stjórn Publiusar Corneliusar Scipios og Masinissa unnu sigur á her Karþagó undir stjórn Hannibals.
- Eftir sigur í orrustunni fékk Scipio viðurnefnið „Africanus“.
- Egypski ráðsmaðurinn Sósibíos sagði af sér völdum og Agaþókles tók við stjórn fyrir hönd Ptólemajosar 5.
- Tlepolemos landstjóri í Pelúsíon hélt til Alexandríu þar sem hann æsti múginn upp gegn Agaþóklesi.
- Múgurinn í Alexandríu fékk Ptólemajos 5. til að samþykkja líflát Agaþóklesar og fjölskyldu hans í hefndarskyni fyrir morðið á móður hans, Arsinóe 3.
- Antíokkos 3. konungur í Selevkíu lagði undir sig egypsk landsvæði í Koile-Sýrlandi.
Andlát
breyta- Xiang Yu uppreisnarmaður gegn Tsjinveldinu og höfuðóvinur Liu Bang (f. 232 f.Kr..
- Hasdrubal Gisco, púnverskur hershöfðingi.