Chvrches (borið fram eins og churches) er skosk synthpop-hljómsveit frá Glasgow sem stofnuð var árið 2011. Hljómsveitina skipa þau Lauren Mayberry (söngur, trommur, hljóðgervlar, samplarar), Iain Cook (gítar, bassi, söngur) og Martin Doherty (hljóðgervlar, samplarar, söngur).

Chvrches
Tónleikar Chvrches frá 2016. Frá vinstri til hægri: Iain Cook, Lauren Mayberry og Martin Doherty
Tónleikar Chvrches frá 2016. Frá vinstri til hægri: Iain Cook, Lauren Mayberry og Martin Doherty
Upplýsingar
UppruniGlasgow, Skotland
Ár2011–í dag
StefnurSynthpop, indietronica, indie pop
ÚtgáfufyrirtækiVirgin
Goodbye
Glassnote
Virgin EMI
SamvinnaEric Prydz, Hayley Williams
MeðlimirLauren Mayberry
Iain Cook
Martin Doherty
Vefsíðachvrch.es

Tveimur árum eftir að hljómsveitin var stofnuð gaf hún út fyrstu smáskífu sína Recover EP í mars 2013 með smellunum „The Mother We Share“ og „Recover“. Fyrsta stúdíoplata hljómsveitarinnar The Bones of What You Believe kom út nokkrum mánuðum seinna þann 20. september 2013. Tveimur árum seinna gaf hljómsveitin aðra plötu sína Every Open Eye út þann 25. september 2015.

Hljómur Chvrches einkennist af synthpoppi en hefur einnig sætt áhrifum frá indietronica, indie pop og rafdanstónlist. Nafn hljómsveitarinnar tengist ekki trú meðlima.

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.