Century Media
Century Media Records er þýsk tónlistarútgáfa sem sérhæfir sig í þungarokki. Hún var stofnuð í Dortmund árið 1988 en Sony Music keypti hana árið 2015 fyrir 17 milljón bandaríkjadali. Meðal hljómsveita sem hófu ferilinn hjá útgáfunni eru Devin Townsend, Nevermore og Iced Earth.