Catedral Metropolitana de la Ciudad de México
Dómkirkja Maríu meyjar er kirkja í Mexíkóborg (spænska: Catedral Metropolitana de la Asunción de la Santísima Virgen María a los cielos) og höfuðstöðvar erkibiskupsdæmisins Primada de México og er staðsett norðan megin við Plaza de la Constitución torgið í sögulegum miðbæ Mexíkóborgar.
Hún er á lista yfir UNESCO-heimsminjar síðan 1987.
Áætlaðar mælingar kirkjunnar eru 59 metrar á breidd og 128 að lengd og 67 metrar á hæð topps turnanna.
Hún var byggð af teikningum spænska arkitektsins Claudio de Arciniega, sem var innblásinn af spænskum dómkirkjum, þ.e. kirkju sem reist var á staðnum skömmu eftir landvinninga Spánverja á Tenochtitlán. Bygging hófst árið 1573, árið 1667 og stóð til 1813.