Kalksvampar

(Endurbeint frá Calcarea)

Kalksvampar[1] (fræðiheiti: Calcarea) er flokkur svampdýra sem inniheldur um 500 tegundir[2] í sex ættbálkum, þar af einum útdauðum. Kalksvampar hafa nálar úr kalsíumkarbónati í vefjum sínum, ýmist úr kalsíti eða aragóníti. Nálar flestra tegunda kalksvampa eru þrístrendar en sumar tegundir hafa nálar með tveimur- eða fjórum oddum.

Kalksvampar
Ýmsar líkamsgerðir kalksvampa.
Ýmsar líkamsgerðir kalksvampa.
Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Svampdýr (Porifera)
Grant in Todd, 1836
Flokkur: Kalksvampar (Calcarea)
Ættbálkar

Lýsing

breyta

Kalksvampar eru yfirleitt smávaxnir, undir 10 cm að hæð og litlitlir, þó nokkrar litskrúðugar tegundir séu þekktar. Kalksvampar eru breytilegir að líkamsgerð og meðal þeirra er að finna allar þrjár helstu líkamsgerðir svampa, ascon-, sycon- og leucon-svampa.

Útbreiðsla og vistfræði

breyta

Allir kalksvampar eru bundnir við sjó sem búsvæði. Tegundir kalksvampa lifa um allan heim en flestar tegundir er að finna á grunnsævi í hitabeltinu. Eins og nánast allir svampar, eru kalksvampar botnfastir og lifa sem síarar.

Flokkun

breyta

Kalksvampar birtust fyrst á Kambríumtímabilinu og fjölbreytileiki þeirra var mestur á Krítartímabilinu. Mögulega voru kalksvampar fyrsti dýrahópurinn til að skilja sig frá flokkunartré dýra og því hafa komið fram tillögur um að aðgreina kalksvampa frá svampdýrum sem nýja fylkingu.

Kalksvampategundir eru um 500[2] og skiptast í tvo undirflokka og sex ættbálka, þar af er einn útdauður (Pharetronida):

  • Undirflokkur Calcinea
    • Ættbálkur Clathrinida
    • Ættbálkur Murrayonida
  • Undirflokkur Calcaronea
    • Ættbálkur Baerida
    • Ættbálkur Leucosolenida
    • Ættbálkur Lithonida
    • Ættbálkur Pharetronida †

Tilvísanir

breyta
  1. Íðorðabankinn - Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Kalksvampar. Sótt þann 19. janúar 2021.
  2. 2,0 2,1 Ruppert, E. E., Fox, R. S., & Barnes, R. D. (2004). Invertebrate Zoology: A Functional Evolutionary Approach (7 útgáfa). Brooks. Cole Thompson, Belmont.