Bryn Mawr-háskóli

Bryn Mawr-háskóli, stundum nefndur Bryn Mawr (borið fram: brɪnˈmɑr, brin-mar) er einkarekinn kvennaháskóli í Bryn Mawr í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, um 16 km vestan Philadelphiu. Nafnið „Bryn Mawr“ merkir á velsku „stór hæð“.

Pembroke Hall að vetri.

Bryn Mawr var stofnaður árið 1885 og er einn af systraskólunum sjö og á í nánu samstarfi við Swarthmore-háskóla og Haverford-háskóla. Við skólann nema um 1400 grunnnemar og rúmlega 400 framhaldsnemar.

Meðal þekktra fyrrverandi nemenda skólans má nefna Emily Greene Balch sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1946.

Tenglar

breyta