Broddsúla eða óbelíska er ferstrend steinsúla, oftast einsteinungur með strýtulaga toppi. Broddsúlur eru á mörgum þekktum torgum. Flestar broddsúlur eru skreyttar myndletri. Slíkar súlur hafa verið höggnar allt frá dögum Forn-Egypta en þeir hjuggu súlur, oftast úr rauðu graníti í einu lagi úr bergi og reistu fyrir framan grafhýsi og hof. Af ummerkjum eftir eina súlu sem ekki var flutt á áfangastað má ráða að broddsúlur voru gerðar þannig að hentugt berg var sléttað og síðan gert síki í kringum klettinn. Grafnir voru skurðir undir klettinn og fylltir af trédrumbum sem tútnuðu út af vatninu svo kletturinn losnaði frá. Síðan var steinsúlan dregin niður að á og flutt með flutningapramma. Í spádómsbók Jeremía segir: „Hann mun brjóta sundur súlurnar í Betsemes í Egyptalandi“ en það gæti átt við broddsúlur í borginni Helíópólis, en sú borg nefndist á egypsku Junu og þar voru einar fyrstu þekktu broddsúlur reistar.

Heimildir

breyta