Vélinda (áður vjelindi) er rör eða pípa sem flytur fæðuna frá munninum niður í maga. Í fullvöxnum manni er vélindað yfirleitt 25-30 cm að lengd.

Vélinda í manni.

Vöðvarnir í vélindanu sjá til þess að flytja fæðuna úr kokinu niður að magaopinu. Að innan er vélindað þakið slímhúð sem auðveldar fæðunni að renna niður og ver vélindaveggina fyrir áreiti. Neðst í vélindanu, þar sem það opnast inn í magann, er sterkur hringvöðvi sem lokar yfirleitt fyrir flæði úr maganum upp í vélindað en opnast þegar hleypa þarf fæðu eða vökva úr vélindanu niður í magann. Ef þessi vöðvi starfar ekki sem skyldi geta magasýrur flætt upp í vélindað og ef það gerist oft og iðulega (vélindabakflæði) geta magasýrurnar skemmt slímhúðina, ert vélindavöðvana og valdið bólgum og óþægindum.

Í spendýrum er vélindað svipað og í mönnum en í flestum fiskum er það mjög stutt. Þó eru líka til fiskar sem hafa engan eiginlegan maga og tengist þá vélindað beint við smáþarmana. Í mörgum fuglum gegnir vélindað einnig hlutverki forðabúrs, þar sem úr því er útvöxtur eða poki sem kallast sarpur og getur fuglinn geymt ómelta fæðu í honum og látið hana ganga síðar niður í fóarnið eða ælt henni upp til að fæða unga sína.

Heimild

breyta