Brimnesá
Brimnesá dregur nafn sitt af bænum Brimnesi og liggur norðan við Dalvík. Áin á upptök sín í dal fyrir ofan Dalvík sem nefnist Upsadalur norðan við á en Böggvisstaðadalur sunnan við ánna.
Brimnesá hefur verið notuð í raforku framleiðslu og voru á tímabili tvær virkjanir í ánni. [1] Virkjanirnar voru byggðar árið 1930 og skiluðu 6kw og 9kw. Sú stærri var í eigu Kaupfélags Eyfirðinga og sú minni í eigu Stefáns Jónssonar á Brimnesi. Raforkuframleiðslu í ánni var hætt 1953[2]. Stífla og hús rafstöðvar Stefáns standa enn og eru skammt fyrir ofan Dalvík.
Notast var við grjót úr grjótnámu í gili brimnesár við gerð hafnar á Dalvík 1939-1945. Járnbrautir voru notaðar til að ferja grjótið úr gilinu og niður að hafnargarðinum. Enn í dag standa hlaðnir brúarstólpar fyrir neðan gilið þara sem járnbrautin fór yfir ánna.[3]
Frystihús Samherja á Dalvík tekur inn vatn úr Brimnesá.
Heimildir
breyta- ↑ „Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð“ (PDF).
- ↑ „Norðurslóð“. 1980.
- ↑ Elín Ósk Hreiðarsdóttir (2020). „Deiliskráning fornleifa við Brimnesá, Dalvík : vegna virkjunarhugmynda“. Fornleifastofnun Íslands.