Breska nýbylgjan í þungarokki

Breska nýbylgjan í þungarokki eða The new wave of British heavy metal, skammstafað NWOBHM var tónlistarstefna sem rætur átti að rekja til Englands á miðjum til síðari hluta 8. áratugs 20. aldar. Hún átti sér stað þegar pönkið fór að dvína í vinsældum. Sveitir tóku þá áhrif frá fyrstu þungarokkssveitunum og bættu við hráleika og hraða á við pönkið. Textagerð var yfirleitt um daglegt líf og fantasíur. Atvinnuleysi og efnahagskreppa var á þessum tíma á Englandi.

Paul Dianno og Steve Harris úr Iron Maiden.

Meðal þekktustu sveitanna eru Iron Maiden og Def Leppard og Motörhead. Einnig má nefna Saxon, Diamond Head, Venom og Raven.

Stefnan hafði áhrif á sveitir eins og Metallica en Lars Ulrich var plötusafnari NWOBHM-sveita. Áhrif voru á undirgeira þungarokksins eins og þrass, powermetal og melódískt dauðarokk.