National Cycle Network

(Endurbeint frá Breska hjólabrautanetið)

National Cycle Network er landsnet hjólaleiða í Bretlandi. Það var búið til af sjálfseignarstofnuninni Sustrans með styrk frá National Lottery. Tilgangurinn er að hvetja til hjólreiða og hjólaferðamennsku. Fyrsta leiðin var 8 km hjólaleið sem var lögð á aflagðri járnbraut við Saltford. Hún var tekin í notkun árið 1984. Árið 2014 náðu hjólaleiðirnar yfir 23.700 km. Einungis lítill hluti þeirra eru sérstakar hjólaleiðir og 70% er á almennum vegum en miðast við leiðir þar sem umferð er hæg eða lítil.

Dæmi um skilti á leið 1 sem liggur eftir endilöngu landinu frá Dover til Hjaltlandseyja.

Leiðir í kerfinu eru merktar með sérstökum bláum skiltum með hvítum jaðri, mynd af hjóli og númeri. Mörg skilti sýna fjarlægð til næstu áfangastaða. Númer aðalleiða eru á rauðum grunni. Aðalleiðir í kerfinu eru 10 talsins. Leiðir 1-6 eru í Englandi, 7 í Skotlandi, 8 í Wales og 9 á Norður-Írlandi. Aukaleiðir sem skipta tugum eru númeraðar þannig að númer sem byrja á 7 eru í Skotlandi o.s.frv. Innan héraða geta verið styttri leiðir sem hafa sama númer og einhver aðalleið þótt þær séu ótengdar henni. Árið 2009 hófst vinna við að merkja þessar leiðir með þriggja talna númerum.

Tenglar

breyta