Enskur bolabítur

(Endurbeint frá Bolabítur)

Enskur bolabítur, oft kallaður bolabítur, er afbrigði af meðalstórum hundi sem á uppruna sinn að rekja til Englands. Bolabíturinn er lágfættur en sterkbyggður hundur, með stutt trýni og húðfellingar á andliti. Bolabítur er prýðilegur varðhundur en þykir jafnframt ljúfur hundur og barngóður og hentar vel sem fjölskylduhundur. Þeir voru ræktaðir í nautaat þar sem hundi og nauti var att saman.

Bolabítur
Bolabítur
Bolabítur
Önnur nöfn
Enskur bolabítur, bulldog, enskur bulldog
Tegund
Vinnuhundur
Uppruni
Bretland
Ræktunarmarkmið
FCI: Hópur 2
AKC: Non-sporting
CKC: Hópur 6 (Non-sporting dogs)
KC: Utility
UKC: Companion Breeds
Notkun
Félagi, fjölskylduhundur
Lífaldur
10-12 ár
Stærð
Lítill (30-36 cm) (18-26 kg)
Tegundin hentar
Aðrar tegundir
Listi yfir hundategundir

Stærð

breyta

Fullorðinn hundur er venjulega um 30-36 cm á hæð á herðakamb. Rakkar geta orðið um 32 kg en tíkur sjaldnast þyngri en 28 kg.

   Þessi hundagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.