Bob Geldof
Robert Frederick Zenon Geldof (fæddur 5. október 1951) er írskur söngvari, höfundur, aðgerðasinni og leikari. Hann varð frægur sem aðalsöngvari í pönkhljómsveitinni The Boomtown Rats á áttunda og níunda áratugi 20. aldar. Hann samdi ásamt Midge Ure lagið „Do They Know It's Christmas?“ sem er ein söluhæsta plata allra tíma.
Geldof er vel þekktur sem aðgerðasinni, einkum á sviði fátæktar í Afríku. Hann stofnaði ofurhljómsveitina Band Aid með Midge Ure árið 1984 til að afla fé til að draga úr hungri í Eþíópíu. Ári seinna skipulögðu þeir Geldof og Ure tónleikana Live Aid og Live 8 árið 2005.