Leifturstríð

(Endurbeint frá Blitzkrieg)

Leifturstríð (þýska: Blitzkrieg) er árásarstríð, sem byggir á samhæfðum loft- og landhernaði þar sem vélknúnum brynvörðum ökutækjum er beitt til að ná hraðri framsókn og halda frumkvæðinu þannig að andstæðingurinn nái ekki að skipuleggja varnir með viðunandi hætti. Leifturstríð var þróað á 4. áratug 20. aldar og var beitt á árangursríkan hátt af Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni. Hugmyndin varð til eftir fyrri heimsstyrjöldina þegar augljóst var orðið að skotgrafahernaður væri ólíklegur til árangurs. Aðferðum leifturstíðs er enn beitt.

Það sem einkum einkennir „leifturstríð“ er mikill hraði og hreyfanleiki samhæfing loft- og landhernaðar. Myndin er tekin í orrustunni um Dunkerque sumarið 1940.

Áhrifa leifturstríðsins varð sérstaklega vart í innrásum Þjóðverja í Vestur-Evrópu, t.d. Frakkland, Holland og Belgíu, og á upphafsstigi innrásarinnar í Rússland.