Blóð-heila-hömlur
(Endurbeint frá Blóð-heilaskilja)
Blóð-heila-hömlurnar, einnig kallaðar heilatálmi eða blóð-heilaskilja, sjá um að hleypa aðeins tilteknum efnum úr blóðinu yfir í heilavefinn og halda öðrum efnum úti. Þetta geta til að mynda verið ýmis eiturefni, en einnig koma þær í veg fyrir að hormón sem eiga að virka á líkamann virki líka á heilann. Blóð-heila-hömlurnar geta verið til trafala þegar gefa á sum lyf, þar sem heilinn hleypir ekki lyfjunum að sér.