Blástjarnan (Vega) er bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu Hörpunni. Bayer-heiti hennar er α Lyrae. Blástjarnan er tiltölulega nálæg, í aðeins 25 ljósára fjarlægð frá Sólu. Ásamst Arktúrusi og Síríusi er hún með björtustu stjörnum í nágrenni Sólarinnar. Hún er fimmta bjartasta stjarnan á næturhimninum og önnur bjartasta stjarna norðurhiminsins á eftir Arktúrusi.

Stjörnukort sem sýnir staðsetningu Blástjörnunnar í Hörpumerkinu.
  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.