Maríukirkjan í París

Skáldsaga eftir Victor Hugo frá 1831

Maríukirkjan í París (franska: Notre-Dame de Paris), einnig þekkt sem Hringjarinn í Notre-Dame, er gotnesk skáldsaga eftir franska rithöfundinn Victor Hugo sem kom út árið 1831. Titill bókarinnar vísar til Notre Dame-dómkirkjunnar í París, sem er mikilvægur hluti af sögusviði bókarinnar.

Maríukirkjan í París
Myndskreyting eftir Luc-Olivier Merson frá 1881.
HöfundurVictor Hugo
Upprunalegur titillNotre Dame de Paris
ÞýðandiBjörgúlfur Ólafsson (1948)
LandFáni Frakklands Frakkland
TungumálFranska
StefnurRómantíkin, gotnesk skáldsaga
ÚtgefandiGosselin
Leiftur (á Íslandi)
Útgáfudagur
16. mars 1831

Sagan gerist í París á 15. öld og fjallar um Quasimodo, hringjarann í Notre-Dame; Esmeröldu, götudansara af Rómaþjóðerni; og Claude Frollo erkidjákna, forráðamann Quasimodos. Umfjöllunarefni bókarinnar, meðal annars ytri tími verksins á endurreisnartímabilinu og áhersla á forboðnar ástir og fólk úr jaðarsettum þjóðfélagshópum, eru í anda rómantíkurinnar.

Skáldsagan er talin sígilt verk franskra bókmennta[1] og margar kvikmyndir, leikrit og sjónvarpsþættir hafa verið gerðar eftir henni. Þar á meðal má nefna þögla mynd frá 1923 með Lon Chaney í aðalhlutverki, mynd frá 1939 með Charles Laughton, mynd frá 1956 með Anthony Quinn og Disney-teiknimynd frá 1996 með Tom Hulce.

Bókin var skrifuð á miklum umrótatíma í franskri menningu og í henni er áhersla lögð á varðveislu sögulegra minja. Með bókinni átti Victor Hugo þátt í því að festa Notre Dame-dómkirkjuna í París í sessi sem eitt af þjóðartáknum Frakklands og auka áhuga almennings á vernd gotneskrar byggingarlistar sem hluta af menningarlegri arfleifð Parísarborgar.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. „The Hunchback of Notre-Dame: Victor Hugo's classic novel shoots up Amazon sales following cathedral fire“. The Independent. 16. apríl 2019. Afrit af uppruna á 18. júní 2022.
  2. „The Hunchback of Notre Dame | Summary, Characters, Book, & Facts“. Encyclopædia Britannica (enska). Sótt 16. október 2020.
   Þessi bókmenntagrein sem tengist Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.