Biturblöðungar (fræðiheiti: Aloe) eru ættkvísl þykkblöðunga í ættinni Asphodelaceae. Fyrr á tímum voru biturblöðungar flokkaðir undir liljuætt. Biturblönðungar geta orðið allt frá 10 cm að margra metra að hæð. Blöðin geta verið allt frá 5 cm að 50–60 cm löng. Á sumum tegundum eru blöðin með göddum.[1]

Biturblöðungar
Aloe succotrina
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Laukabálkur (Asparagales)
Ætt: Asphodelaceae
Ættkvísl: Biturblöðungar (Aloe)
Samheiti
  • Lomatophyllum Willd.
  • Rhipidodendrum Willd.
  • Phylloma Ker Gawl.
  • Pachidendron Haw.
  • Agriodendron Endl.
  • Atevala Raf.
  • Busipho Salisb.
  • Chamaealoe A.Berger
  • × Lomataloe Guillaumin
  • Leptaloe Stapf
  • Aloinella (A.Berger) Lemée
  • Guillauminia A.Bertrand
  • × Alchamaloe G.D.Rowley
  • × Aleptoe G.D.Rowley
  • × Allauminia G.D.Rowley
  • × Alamaealoe P.V.Heath
  • × Aloella G.D.Rowley
  • × Leptauminia G.D.Rowley
  • × Chamaeleptaloe Rowley
  • × Leptaloinella G.D.Rowley
  • × Allemeea P.V.Heath
  • × Aloptaloe P.V.Heath
  • Lemeea P.V.Heath
  • × Bleckara P.V.Heath
  • × Leminia P.V.Heath

Til eru um það 500 tegundir biturblöðunga en þeir eru upprunir í suðurhluta Afríku, Madagaskar, Jórdaníu, Arabíuskaga og ákveðnum eyjum í Indlandshafi. Þekktasti biturblöðungurinn er Aloe vera, en hann er mikilvæg nytjajurt.

Heimildir breyta

  1. Maja-Lisa Furusjö (1986). Plöntur með þykk blöð. Bókaútgáfan Vaka. bls. 8–9.
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.