Bitormur

(Endurbeint frá Bitormasýki)

Bitormur er sníkjuþráðormur (nematoda) sem lifir í smágirni hýsil síns sem getur verið spendýr eins og hundur, köttur eða maður. Þær tvær tegundir bitorma sem vanalega sýkja menn eru Ancylostoma duodenale og Necator americanus. Talið er að allt að 800 milljónir manna séu smitaðir af bitormum.

Necator americanus og Ancylostoma duodenale

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Sníkjuþráðormar (Nematoda)
Flokkur: Secernentea
Ættbálkur: Strongylida
Ætt: Ancylostomatidae
Ættkvísl: Necator/Ancylostoma
Tegundir

N. americanus
A. duodenale

Lifnaðarhættir

breyta
 
Lífsferill bitorms

Fullorðnir bitormar eru um 10 mm langir. Bitormar eru sérkynja og verpir kvenormur allt að 20 þúsund eggjum á dag. Egg berast með hægðum smitaðra manna í umhverfið og úr hverju eggi klekkst lirfa sem þroskast í smithæfa lirfu á sex vikum. Menn smitast þegar lirfur komast inn í líkamann gegnum húð en það getur gerst gegnum hendur eða fætur þegar menn ganga berfættir eða vinna berhentir þar sem jarðvegur er saurmengaður. Inni í líkamanum berast lirfur með sogæðakerfi eða bláæðum til hjarta og með blóðrás til lungna þar sem lirfurnar bora sig út úr háræðum yfir í berkjur. Þaðan berast lirfurnar upp barkann og upp í munn og er kyngt. Þannig fara þær niður í meltingarveg og þroskast þar í fullorðna orma.

Í meltingarveginum festa fullorðnir bitormar framendann á vegg smáþarmanna og lifa á blóði. Hver ormur sýgur um 0,1 ml af blóði á sólarhring. Bitormar geta lifað árum saman. Auðvelt er að greina egg bitorma í hægðum með smásjárskoðun.

Bitormar á Íslandi

breyta

Bitormar lifa ekki á Íslandi en fólk smitast oft á ferðalögum erlendis og flytja þá með sér heim og fólk getur því veikst hér á landi þótt ormarnir geti ekki fjölgað sér hér.

Heimild

breyta
  • „Hvað er bitormasýki og hvernig smitast menn af henni?“. Vísindavefurinn.