Næfurbjörk
Næfurbjörk (Betula papyrifera) er birkitegund upprunin í Norður-Ameríku.
Næfurbjörk | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Næfurbjarkarskógur í Maine
| ||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Betula papyrifera Marshall | ||||||||||||||||
Útbreiðsla
| ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
|
Lýsing
breytaÞað er meðalstórt tré sem nær allt að 20 metra hæð. Tréð getur náð yfir 100 ára aldri á kaldari svæðum en er stuttlifaðra á heitara svæðum. Enska heitið, paper birch, vísar til barkarins sem flagnar í blöð eða næfur. Hann verður hvítur á eldri trjám. Viðurinn hefur verið notaður sem eldiviður af mönnum og laufblöðin eru fæða fyrir elg og önnur hjartardýr.
Útbreiðsla
breytaÚtbreiðsla næfurbjarkar nær yfir stóran hluta Kanada og einstök norðlæg svæði Bandaríkjanna en einnig er til að mynda einangrað vaxtarsvæði í fjöllum Norður-Karólínu, Nýju Mexíkó og Colorado. Tréð er ein fyrsta tegundin til að nema land eftir jarðrask í Alaska. Tegundin hefur ekki reynst vel á Íslandi. [1]
Undirtegundir
breyta- B. p. var papyrifera
- B. p. var cordifolia
- B. p. var kenaica (Kenaiskagi, Alaska)
- B. p. var subcordata
- B. p. var. neoalaskana (Alaska)
Tilvísanir
breyta- ↑ Næfurbjörk Geymt 12 ágúst 2020 í Wayback Machine Lystigarður Akureyrar. skoðað 11. jan, 2017
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Næfurbjörk.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Betula papyrifera.