Bintje
Bintje er kartöfluyrki sem er eitt það algengasta í Evrópu og það algengasta í Frakklandi og Belgíu. Bintje er notað í hinar frægu belgísku frönsku kartöflur en henta annars í alla matargerð, ekki síst sem bakaðar kartöflur vegna stærðarinnar. Bintje-yrkið var upphaflega ræktað af hollenska grasafræðingnum Kornelis Lieuwes de Vries árið 1905 úr yrkjunum Munstersen og Fransen. 1910 var hún sett í almenna sölu.
Bintje-kartöflur eru ljósgular á hýðið með gult þétt kjöt. Þær eru fremur stórar og egglaga, með grunn augu. Þær eru mjög viðkvæmar fyrir kartöflumyglu og hafa lítið frostþol.