Bakaðar kartöflur
Bakaðar kartöflur er kartöfluréttur sem felst í því að kartöflu, helst stórri og mjölmikilli, er pakkað inn í álpappír og umslegin kartaflan síðan hituð í ofni eða á grilli. Þegar búið er að baka kartöfluna er álpappírinn opnaður að hluta, skorið gat á kartöfluna og innvolsið borðað með skeið. Vanalega er smjör, feiti eða sósa sett inn í kartöfluna til lystauka.
.