Bertrand Gille
Bertrand Fabien Gille (fæddur 24. mars 1978 í Valence í Drôme) er franskur handknattleiksmaður. Hann er talinn einn af bestu línumönnum heims.
Gille lék fyrir Chambéry SH frá 1996 til 2002 en gekk svo til liðs við HSV Hamburg.
Gille hefur leikið fyrir franska karlalandsliðið í handknattleik frá árinu 1997. Með franska landsliðinu vann hann til gullverðlauna á sumarólympíuleikunum í Beijing 2008, þar sem hann var valinn besti línumaður mótsins. Hann vann einnig gullverðlaun með franska landsliðinu á Evrópumeistaramóti karla í handknattleik árið 2010.
Þetta æviágrip sem tengist handknattleik og Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.