Baunagras

Baunagras (fræðiheiti: Lathyrus japonicus ssp. maritimus) er ertublóm sem lifir í fjörusandi og á heimkynni sín í Asíu, Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku. Rótargerlar sem lifa í hnýðum á rótum baunagrass vinna köfunarefni úr andrúmsloftinu og bæta þannig vaxtarskilyrði.

Baunagras
Beach pea.jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales)
Ætt: Ertublómaætt (Fabaceae)
Undirætt: Faboideae
Ættflokkur: Vicieae
Ættkvísl: Lathyrus
Tegund:
Baunagras

Tvínefni
Lathyrus japonicus
Willd.

LýsingBreyta

Baunagras nær um 15 til 25 sentimetra hæð en stiklir eru 50 til 80 cm langir. Laufblöðin eru hjúpuð vaxi og eru fjaðurskipt með þremur til fjórum smáblaðapörum á hverju laufblaði. Axlablöð eru þar sem laufblöðin festast á stilkinn og eru þau skakkhjartalaga. Endablaðið í hverju laufblaði er gjarnan ummyndað í vafþráð. Blöð af baunagrasi eru notuð í hefðbundinni kínverskri lyfjafræði.

Blómin eru 2-2,5 sm á lengd og fjólublá. Í hverju blómi eru 5 fræflar og ein fræva sem verður að flötum belg. Belgir þessir eru 4-7 sm á lengd og ætir.

ÚtbreiðslaBreyta

Fræ baunagrass geta flotið í sjó í allt að 5 ár og geta því borist um langa leið. Spírun fer fram þegar ytra byrði belgsins opnast þar sem sjór skellur á landi.

Útbreiðsla baunagrass á Íslandi er víða þar sem áður voru uppskipunarhafnir. Á þeim tíma voru skip þyngd með sandi og var þeim sandi mokað úr skipinu þegar draga átti það á land á Íslandi. Því er talið að fræ af baunagrasi hafi borist með sandi sem notaður var sem ballast.

TilvísanirBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.