Bassel Khartabil einnig þekktur sem Bassel Safadi (22. maí 1981 – 3. október 2015) var hugbúnaðarhönnuður frá Palestínu og Sýrlandi. Hann er sérstaklega þekktur fyrir framlag sitt til opins hugbúnaðar og frjálsrar og opinnar menningar. Þann 15. mars árið 2012 þegar ár var liðið frá uppreisn í Sýrlandi var hann handtekinn af sýrlenskum stjórnvöldum og fluttur í Adra fangelsið í Damaskus og fluttur síðan á milli fangelsa og tekinn af lífi einhvern tíma í október 2015.

Bassel Khartabil

Khartabil fæddist í Damaskus og ólst upp í Sýrlandi. Hann vann við þróun opins hugbúnaðar og stofnaði með öðrum samvinnurannsóknafyrirtækið Aiki Lab og stýrði tækniþróun hjá Al-Aous sem var útgáfu- og rannsóknarstofnun um fornleifafræði og listir í Sýrlandi. Hann var í forsvari fyrir Creative Commons Syria og tók þátt í þróun ýmsum kerfa sem byggja á opnum hugbúnaði og opnu aðgengi svo sem Mozilla Firefox, Wikipedia, Openclipart, Fabricatorz og Sharism.

Þann 7. febrúar 2018 var í minningu hans settur á stofn sjóðurinn the Bassel Khartabil Free Culture Fellowship en markmið sjóðsins er að veita viðurkenningu til einstaklinga sem hafa skarað fram úr í þróun opinnar menningar í sínu samfélagi. Sjóðurinn var stofnaður af Creative Commons, Fabricatorz Foundation, Jimmy Wales Foundation, Mozilla, #NEWPALMYRA og Wikimedia.

Heimild breyta