Barcelona World Race
Barcelona World Race er siglingakeppni umhverfis jörðina án áningar fyrir tveggja manna áhafnir. Keppnin hefst og endar í Barselóna og fylgir klipparaleiðinni suður fyrir Afríku, austur eftir Indlandshafi, fyrir Ástralíu og Nýja Sjáland eftir Suður-Kyrrahafi og fyrir Suður-Ameríku.
Keppnin var fyrst haldin 2008 og 2009 þar sem níu skútur þreyttu keppni. Sigurvegarar voru franski siglingamaðurinn Jean-Pierre Dick og írski siglingamaðurinn Damian Foxall. Önnur útgáfa keppninnar hófst 31. desember 2010.
Tenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Category:Barcelona World Race.
- Vefur keppninnar Geymt 21 júní 2015 í Wayback Machine