Baldýring er útsaumsgerð þar sem saumað er með gull- og silfursaumi. Orðið baldýring kemur fyrir í vísitasíu árið 1659 og var í fyrstu notað almennt um útsaum en síðar virðist farið að nota orðið fyrir eina gerð af útsaum. Baldýring er notuð á hátíðarbúningum kvenna og var á kraga og treyjubörmum faldbúnings og á bryddingum á treyjuermum skautbúnings. Baldýring var einnig á upphlutum og skírnarhúfum. Einnig tíðkuðust baldýruð belti og peysufataslifsi og kragar og uppslög á embættismannabúningum voru baldýruð. Einnig var baldýring notuð í kirkjulist eins og í messuskrúða. Baldýrað var annað hvort með gylltu eða hvítu málmgarni en stundum með hvoru tveggja.

Þegar er baldtýrað er saumað með tveimur þráðum, gylltum eða silfruðum vírþræði sem strekktur er yfir mynstur á réttunni og svo tvinna sem sem notaður er til að festa vírinn niður frá röngunni. Mynstur eru oftast blómamynstur og eru þá blöðin skorin úr pergamenti eða einhverju stífu efni og það lagt á undirlagið sem oftast er flauel sem svo aftur liggur á stífu undirlagi. Á milli blaða eru svo lagðar snúrur oft úr vírþræði og pallíettur og kantalíur.

Heimildir

breyta