Baðstofuhellir
63°24′29″N 19°03′18″V / 63.4081°N 19.055°V
- Má ekki rugla saman við Baðstofuhelli í Valsnös hjá Hellnum.
Baðstofuhellir er íslenskur hellir við eyðibýlið Hella í Reynishverfi í Mýrdal. Þetta er manngerður hellir sem höggvinn hefur verið í mjúkan sandstein. Hellirinn var hluti af bæjarhúsunum á Hellum. Jón Steingrímsson eldklerkur bjó um tíma í hellinum og stækkaði hann meðan hann var þar. Það var veturinn 1755. Seinna var hellirinn notaður sem fjárhús. Hann tilheyrir nú jörðunni Görðum í Reynishverfi.
Tengt efni
breytaGallery
breyta-
Horft inní hellinn
-
Til hægri þegar komið er inn í Baðstofuhelli þá er innskot sem hægt er að klifra upp (þótt þröngt sé)
-
Útsýnið út um Baðstofuhelli
-
Baðstofuhellir er nokkuð vel falinn. Á þessari mynd er hann uppi til hægri.
Heimildir
breyta- Árni Hjartarson, Guðmundur J. Guðmundsson og Hallgerður Gísladóttir (1991). Manngerðir hellar á Íslandi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.