Bússa eða síldarbússa var breitt og kubbslegt seglskip sem var notað til netaveiða. Skipið var fjölmastra en með lágum möstrum og aðeins eitt rásegl á hverju til að einfalda seglbúnað. Þannig var hægt að eiga við netin nánast alls staðar við borðstokkinn. Bússur voru venjulega með einu samfelldu þilfari og vistarverur áhafnarinnar neðan þilja. Slík skip voru einkum notuð til síldveiða í Norðursjó á 16. og 17. öld en nafnið er líka stundum notað almennt um breið og stór skip.

Hollensk bússa


  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.