Börn náttúrunnar
íslensk kvikmynd frá 1991
(Endurbeint frá Börn náttúrunnar (kvikmynd))
Börn náttúrunnar er íslensk kvikmynd frá 1991. Myndin segir frá Þorgeiri (Gísli Halldórsson) sem flytur í elliheimili í Reykjavík eftir að hafa búið í sveit allt sitt líf. Hann hittir aftur gamla vinkonu sína Stellu (Sigríður Hagalín), og saman strjúka þau af elliheimilinu. Leikstjóri kvikmyndarinnar er Friðrik Þór Friðriksson.[1] Börn náttúrunnar er eina íslenska kvikmyndin í fullri lengd sem hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna en hún var tilnefnd í flokknum Besta erlenda kvikmyndin árið 1992.
Börn náttúrunnar | |
---|---|
Leikstjóri | Friðrik Þór Friðriksson |
Handritshöfundur | Einar Már Guðmundsson Friðrik Þór Friðriksson |
Framleiðandi | Friðrik Þór Friðriksson Wolfgang Pfeiffer Skule Eriksen |
Leikarar | |
Frumsýning | 1991 |
Lengd | 82 mín. |
Tungumál | íslenska |
Aldurstakmark | L 12 11 |
Heimildir
breyta- ↑ „Börn náttúrunnar“. Kvikmyndavefurinn.
Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni Börn náttúrunnar.
Þessi kvikmyndagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.