Bóseind

(Endurbeint frá Bóseindir)

Bóseind (fyrrum kölluð bósóna) er öreind með heiltöluspuna, sem hlítir Bose-Einstein-dreifingu. Kraftmiðlarar í staðllíkaninu, þ.e. ljóseind, þyngdareind og vigureindir, eru bóseindir. Árið 1964 var sett fram tilgáta um Higgs-bóseindina, til að skýra massa öreinda, en 4. júlí 2012 tilkynntu vísindamenn við CERN að fundist hefði marktækar vísbendingar um Higgs-lega eind hjá stóra sterkeindahraðlinum. Fermíeindir hafa hálftöluspuna.