Bór
Bór (úr arabísku, لاعقشا buraq, eða persnesku, بورون burah, sem eru heiti á steindinni bóraxi) er frumefni með efnatáknið B og sætistöluna 5 í lotukerfinu. Bór er þrígilt frumefni, sem mikið finnst af í málmgrýtinu bóraxi og úlexíti. Til eru tveir fjölgervingar af bór; formlaus bór er brúnt duft en málmkenndur bór er svartur. Málmkenndur bór er mjög hart efni, í kringum 9,3 á Mohs kvarðanum, en slæmur leiðari við stofuhita. Hann finnst aldrei einn og sér í náttúrunni.
Beryllín | Bór | Kolefni | |||||||||||||||||||||||
Ál | |||||||||||||||||||||||||
|
Bór er mikilvægt næringarefni fyrir jurtir sem geta orðið fyrir bórskorti í vissri tegund af jarðvegi. Of mikið magn bórs getur líka verið plöntum skaðlegt. Sem snefilefni hefur bór reynst vera forsenda heilsu í rottum og gert er ráð fyrir því að það gildi einnig um önnur spendýr þótt ekki sé vitað nákvæmlega hvaða hlutverki efnið gegnir.