Bókhlöðustígur

Bókhlöðustígur er brött gata í miðbæ Reykjavíkur sem nær frá Þingholtsstræti niður að Lækjargötu. Laufásvegur endar í norðri við Bókhlöðustíg, sömuleiðis Miðstræti. Við Bókhlöðustíg stendur einn elsti steinbærinn í Reykjavík og nefnist Stöðlakot.

Við Bókhlöðustíg er Frímerkjahúsið og þar var lengi starfræktur söluturninn Hallinn.

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.