Bókhlöðustígur er brött gata í miðbæ Reykjavíkur sem nær frá Þingholtsstræti niður að Lækjargötu. Laufásvegur endar í norðri við Bókhlöðustíg, sömuleiðis Miðstræti. Við Bókhlöðustíg stendur einn elsti steinbærinn í Reykjavík og nefnist Stöðlakot.

Spennustöð.

Við Bókhlöðustíg er Frímerkjahúsið og þar var lengi starfræktur söluturninn Hallinn.

Við Bókhlöðustíg stendur ein af spennistöðvum Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þetta er ein af sjö spennistöðvum sem voru byggðar í Reykjavík til að taka við rafmagni frá Elliðaárstöðinni sem tók til starfa árið 1921.

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.