Béla Kiss
Béla Kiss (1877 – ?) var ungverskur raðmorðingi. Talið er að hann hafi myrt að minnsta kosti 24 ungar konur og sett í risastórar blikktunnur. Hann var blikksmiður og bjó í Czinkota sem er borg nálægt Búdapest. Hann var áhugamaður um stjörnufræði og yfirnáttúrulega hluti og hélt ráðskonu sem tók eftir að hann skrifaðist á við margar konur. Béla Kiss sankaði að sér stórum blikktunnum en sagði nágrönnum að hann væri að búa sig undir stríðið og hamstra steinolíu. Hann var kallaður í herinn en árið 1916 fundust margar stórar tunnur á heimili hans og ætluðu hermenn þá að komast í steinolíubirgðarnar sem Béla Kiss var talinn hafa safnað og opnuðu tunnurnar. Þá kom í ljós að í þeim voru lík kvenna sem höfðu verið myrtar. Alls fundust 24 lík.