Atti katti nóa
Atti katti nóa er íslensk vísa. Texti lagsins er nokkur ráðgáta en lagið sem textinn er sunginn við er Gamli Nói eftir Carl Michael Bellman (1740-1795) sem heitir Gubben Noak á frummálinu.
Textinn
breytaTextinn barst til Íslands með skátahreyfingunni á 6. áratuginum og varð vinsæll eftir að Rannveig og Krummi höfðu flutt hann í Stundinni okkar og var síðar gefinn út á hljómplötu árið 1967.
Í söngvabók frá Þýskalandi og nefnist Liederbuch er lagið og textinn undir heitinu „Atte katte nuwa“. Svo virðist vera að bókin hafi verið tekin saman af Ernst Hossenfelder en nafn lagsins er skrifað frekar illa. Ekkert ártal er á bókinni, talið er að hún sé frá árinu 1970. Textinn er á þessa leið:
- Atte katte nuwa, atte katte nuwa,
- emi sademi sadula misa de.
- Hexa kola misa woate, hexa kola misa woate.
- Atte katte nuwa, atte katte nuwa,
- emi sademi sadula misa de.
Í bókinni stendur svo Von den Eskimos (sem er þýska og þýðir „frá Eskimóum“) fyrir ofan sönginn, og fyrir neðan hann stendur Geschichte einer Eskimo-Familie, die auf Walfang geht (þýska: „saga af Eskimóafjölskyldu sem fer á hvalveiðar“). Þetta minnir á þá sögusögn að textinn sé á grænlensku, en ekkert hefur fengist staðfest í þeim málum.
Einnig er textinn til í dönskum söngum undir nafninu „Ake take noa“, sem hægt er að sjá á netinu en þar er textinn svona:
- Ake take noa, ake take noa,
- hej missa dej missa dulla missa dej.
- Hexa missa dulla våhda, hexa missa dulla våhda.
- Ake take noa, ake take noa,
- hej missa dej missa dulla missa dej.
Ruth Rugaard gefur upp hreyfingar með söngnum (hér Geymt 29 janúar 2008 í Wayback Machine) og segir hún að söngurinn fjalli um indverskan fiskimann sem fer á bát sínum að veiða. Á annarri síðu eru hreyfingar gefnar upp með textanum og stendur að hann fjalli um fiskveiðar en ekkert er gefið upp um uppruna hans.
Það er þess vegna ráðgáta hvaðan upprunalegi textinn „Atti katti nóa“ er kominn.
Tengt efni
breytaYtri tenglar
breyta- „Hvaðan er textinn "Atti katti nóa" kominn? Er þetta bara bull, erlendur texti eða einhver afbökun?“. Vísindavefurinn.
- Dönsk heimasíða með laginu „Ake take noa“ Geymt 22 desember 2007 í Wayback Machine
- Lagið með nótum Geymt 29 janúar 2008 í Wayback Machine
- Lieder der Graufalken