ART Medica

(Endurbeint frá Artmedica)

ART Medica er íslenskt fyrirtæki sem sinnir rannsóknum á ófrjósemi og annast tæknifrjóvgun. Fyrirtækið á rætur að rekja til tæknifrjóvgunardeildar sem komið var á fót innan kvennadeildar LSH árið 1991 til að bæta úr þörf á tæknifrjóvgunum en fram að því höfðu íslensk pör sem þurftu á tæknifrjóvgun að halda neyðst til að leyta til útlanda. Upphaflega var áætlað að 100-150 pör yrðu meðhöndluð árlega en brátt kom í ljós að þörfin var brýnni og starfsemi jókst.

Fyrst í stað var aðeins um að ræða glasafrjóvgunarmeðferð þar sem notaðar voru kynfrumur frá parinu sjálfu en eftir að deildin var stækkuð árið 1996 var unnt að frysta fósturvísa og annast smásjárfrjóvganir. Árið 2000 hófust glasafrjóvgunarmeðferðir með gjafaeggjum.

Árið 2004 sögðu líffræðingar tæknifrjóvgunardeildarinnar upp stöfum á LSH vegna óánægju með launakjör og aðbúnað. Síðan fylgdu læknar deildarinnar í kjölfarið og uppsagnir þeirra tóku gildi 1. júlí. Þeir ræddu um að vinna utan spítalans og höfðu áhuga á að stofna einkarekna stofnun. Í mars sama ár hafði umsókn um einkarekstur þeirra verið hafnað. [1] [2] Jón Kristjánsson, þáverandi Heilbrigðismálaráðherra, veitti síðan leyfið og ART Medica opnaði í Kópavogi í október sama ár. [3] Læknarnir Guðmundur Arason og Þórður Óskarsson reka fyrirtækið.

Á ART Medica eru árlega gerðar um 300-320 glasa- og smásjárfrjóvganir, 300 tæknisæðingar, 500 sæðisrannsóknir og 80-90 pör fá meðferð þar sem settir eru upp frystir fósturvísar. Fyrsta barnið sem til varð við glasafrjóvgun á Íslandi fæddist árið 1992 en yfir 1000 börn hafa fæðst síðan þá.[4]

Í desember árið 2015 borguðu eigendur ART Medica sér 265 miljónir í arð. [5]

Gjaldskrárbreytingar

breyta

Árið 2006 kostaði fyrsta meðferð (glasafrjóvgun) 137.000 kr. og önnur til fjórða meðferð 77.000 kr. [6]

Árið 2009 kostaði fyrsta meðferð (glasafrjóvgun) 165.100 kr. og önnur til fjórða meðferð 92.800 kr. [7]

Árið 2011 kostaði fyrsta meðferð (glasafrjóvgun) 173.355 kr. og önnur til fjórða meðferð 97.440 kr. [8]

Árið 2013 kostaði fyrsta meðferð (glasafrjóvgun) 376.055 kr. og önnur til fjórða meðferð 171.721 kr. [9]

Árið 2015 kostar sama meðferð (glasafrjóvgun) 413.660 kr. og önnur til fjórða meðferð 209.326 kr. [10]

Tilvísanir

breyta
  1. Um 200 pör eru á biðlista; grein í Fréttablaðinu 2004
  2. Æskilegt að eyða allri óvissu; grein í Fréttablaðinu 2004
  3. Enginn getur skilið sem ekki hefur reynt; grein í Morgunblaðinu 2004
  4. „Sögulegt yfirlit“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. júlí 2010. Sótt 10. apríl 2010.
  5. Eigendur Art Medica tóku 265 milljónir í arð; grein í Vísi.is 2015
  6. ARTMedica á Archive.org
  7. ARTMedica á Archive.org
  8. ARTMedica á Archive.org
  9. ARTMedica á Archive.org
  10. „af Artmedica.is“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. janúar 2016. Sótt 16. desember 2015.