Arnarfelldsalda er melalda í Þjórsárverum, við Þjórsá til móts við Arnarfellsmúla í Árnessýslu. Vestan við Arnarfellsöldu er lítið stöðuvatn. Til móts við mitt vatnið, vestan í öldunni, eru óljósar rústir af kofa. Tótt kofans var allgreinileg um 1930, og eru þarna minjar um síðustu útilegumenn á Íslandi. Norðan við Arnarfellsöldu eru miklir götutroðningar sem hugsanlegt er að séu leifar af Sprengisandsleið hinni fornu.

Útilegumenn breyta

Haustið 1848 freistuðust tveir vinnumenn frá Laugardælum í Flóa, þeir Jón Jónsson og Gunnlaugur Bergsson, að leggjast út til að komast hjá refsingu, en þeir höfðu verið dæmdir fyrri þjófnað. Fóru þeir að heiman aðfaranótt 20. október. Þeir staðnæmdust og komu upp kofamynd í Arnarfellsöldunni og hugsðust hafast þar við uns færi gæfist að komast í burt. Gerð var leit að þeim og þeir fundust fjórum dögum seinna. Gunnlaugur var dæmdur í 10 ára og Jón í 8 ára festingarerfiði. Síðar fór Jón til Ameríku og gerðist þar mormóni. Hann kom aftur til íslands mörgum árum seinna til að boða mormónatrú.