Armin Meiwes (fæddur 1961) er þýskur tölvunarfræðingur og mannæta, einnig þekktur sem Mannætan frá Rotenburg.

Maðurinn breyta

Armin ólst upp einn með móður sinni í stóru húsi, hún var ráðrík kona sem oft skammaði hann á almannafæri að sögn fyrrum skólafélaga hans. Móðir hans bjó með honum allt til dauðadags og var mjög uppáþrengjandi, hún fylgdi honum jafnvel á stefnumót og í ferðalög sem hann fór í með hernum á 9. áratuginum þegar hann gengdi herskyldu. Að eigin sögn varð einmannaleg barnæska hans til þess að hann bjó sér til þykjustu-bróðir sem hann kallaði Franky, Armin hélt því einnig fram að þráin eftir yngri bróðir hefði verið það sem rak hann til þess að drepa mann og leggja sér til munns. Hann „þráði einhvern sem væri partur af honum“.

Geðlæknir sem bar vitni við réttarhöldin yfir Armin sagði hann vera alls ófæran um að sýna öðru fólki hlýjar tilfinningar. Hann væri sjálfumglaður og sjálfsöruggur og hefði nokkur einkenni geðklofa en hann væri ekki geðveikur.

Verknaðurinn breyta

Armin setti fyrst auglýsingu á internetið árið 1999 þar sem hann auglýsti eftir „ungum, vel-byggðum karlmönnum á aldrinum 18-30 ára til slátrunar“. Hann fékk fjölmörg svör við auglýsingunni og hitti nokkra svarendur sem voru ekki tilbúnir að ganga alla leið. Árið 2001 komst hann svo í samband við 43 ára verkfræðing frá Berlín, Colan Man, sem samþykkti að vera drepinn og borðaður af Armin.

Armin bauð Colan inná heimili sitt þar sem Colan heimtaði að hann myndi bíta af sér getnaðarlimin en þegar það gekk ekki þá skar Armin af honum getnaðarliminn sem hann eldaði og þeir átu síðan saman. Að máltíð lokinni drap Armin svo Colan (að eigin sögn) með hans samþykki. Líkið skar hann niður í litla búta sem hann geymdi í frysti og gæddi sér á reglulega yfir nokkra mánuði. Upp um verknaðinn komst þegar lögreglan brást við vísbendingum frá netverjum sem höfðu rekist á auglýsinguna.

Armin var árið 2004 dæmdur til 8 og hálfs árs fangelsisvistar fyrir manndráp en gæti losnað úr fangelsi mun fyrr eða 2008 sýni hann af sér góða hegðun. Verjendur hans fóru fram á að verknaðurinn myndi flokkast undir ólöglegt líknardráp en refsing við slíku er aðeins 6 mánuðir til 5 ára. Sækjendur vildu hinsvegar fá hann dæmdan fyrir morð og til 15 ára fangelsisvistar. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að verknaðurinn félli ekki undir líknardráp en einnig að þau skilyrði sem sett eru í þýskum lögum fyrir sakfellingu fyrir morð væru ekki til staðar, niðurstaðan var því manndráp. Þann 9. Maí var hann svo dæmdur fyrir moð og var dæmdur í lífstíðarfangelsi.

Þessir atburðir urðu innblástur fyrir lag Rammstein, Mein Teil.