Arfleifandi
Arfleifandi er sú persóna samkvæmt erfðarétti sem skilur eftir sig arf. Arfinum er deilt út til erfingja úr dánarbúi arfleifanda en fyrirfram greiddum arfi getur þó verið útdeilt á meðan arfleifandinn er enn á lífi. Á Íslandi er arfleifanda heimilt að kveða á um tiltekna skiptingu arfs úr dánarbúi sínu með erfðaskrá, sé hann talinn hafa arfleiðsluhæfi, en heimild hans til þess getur verið takmörkuð þegar skylduerfingi er til staðar.