Arfleiðsluheimild er heimild arfleifanda til að ráðstafa eignum sínum með erfðaskrá. Í íslenskum erfðarétti getur sú heimild verið takmörkuð á grundvelli skylduarfs þegar skylduerfingi er til staðar, og/eða einnig samkvæmt öðrum bindandi skuldbindingum arfleifandans sem hindra eða takmarka rétt arfleifandans að því leiti. Hugtakinu er oft ruglað við arfleiðsluhæfi er snýr að andlegu ástandi viðkomandi.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.