Arfleiðsluhæfi er hæfi arfleifanda til að ráðstafa eignum sínum með erfðaskrá. Í íslenskum erfðarétti er vísað til þess að arfleifandinn sé í nógu góðu andlegu ástandi til að ráðstafa eignum sínum með skynsömum hætti á þeim tíma sem erfðaskráin var gerð. Þá ríkir sá algengi misskilningur að skortur á lögræði jafngildi sjálfkrafa skort á arfleiðsluhæfi í íslenskum landsrétti, en svo er ekki. Hugtakinu er oft ruglað við arfleiðsluheimild er snýr meira að eignarréttarlegum þáttum.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.