Krossköngulóarætt

(Endurbeint frá Araneidae)

Krossköngulóarætt eða Hjólaköngulær (fræðiheiti: Araneidae) eru áttfætlur af ættbálki köngulóa.

Krossköngulóarætt
Araneus quadratus
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Áttfætlur (Arachnida)
Ættbálkur: Köngulær (Araneae)
Undirættbálkur: Eiginlegar köngulær (Araneomorphae)
Ætt: Krossköngulóarætt (Araneidae)
Simon (1895)
Útbreiðsla
Útbreiðsla
Ættkvíslir (úrval af 166)
uppbygging netsins, skref fyrir skref

Algengasta köngulóin af þessum tegundum er líklegast krossköngulóin eða Araneus eins og hún kallast á latínu en þær lifa líka á Íslandi og eru algengustu köngulærnar sem finnast hér. Köngulær í þessari ætt einkennast af því að þær spinna vefi til að veiða með og leggja með þeim gildrur fyrir ýmis skordýr, aðallega flugur. Vefir sumra köngulóa þessarar ættar eru taldir þeir flóknustu sem nokkurt dýr gerir.

 
Gasteracantha fornicata frá Ástralíu, dæmi um tegund með áberandi útvöxt á bakinu

Hér undir eru tegundir sem koma fyrir í Evrópu, auk örfárra annarra. Á Íslandi hafa fundist átta tegundir, þar af fjórar í náttúrunni, ein í gróðurhúsi og þrír tilfallandi slæðingar.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. Mine edderkopper - Norsk artsliste (besøkt 2. september 2011)
  2. Íslenskar köngulær Geymt 13 júní 2017 í Wayback Machine (sótt 12 febrúar 2017)
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.