Apollon

guð í grískri goðafræði
(Endurbeint frá Apollón)

Apollonforngrísku Ἀπόλλων) var guð í grískri goðafræði og einn af Ólympsguðunum tólf. Rómverjar tóku snemma upp dýrkun á Apolloni frá Grikkjum og kölluðu Apollo.

Apollon.

Apollon var guð spásagna og sannleikans, tónlistar og kveðskapar, ljóss og lækninga. Stundum var hann álitill sólarguð, ekki síst á helleníska tímanum. Apollon var sonur Seifs og Letóar og tvíburabróðir veiðigyðjunnar Artemisar. Boginn var táknmynd þeirra beggja en Apollon var stundum álitinn guð bogfiminnar.

Apolloni var helguð véfrétt í Delfí þar sem hann var einkum dýrkaður sem spádómsguðinn Apollon. Sem lækningaguð var hann álitinn geta bæði verndað heilsu og læknað og sent sjúkdóma og plágur. Sem guð tónlistar var táknmynd hans lýran sem Hermes bjó til handa honum.

Tenglar

breyta
  • „Hver var véfréttin í Delfí og hvaða hlutverki gegndi hún?“. Vísindavefurinn.
   Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.