Artemis (Ἄρτεμις) var forngrísk gyðja. Hún var ein af Ólympsguðunum tólf og naut mikilla vinsælda í Grikklandi hinu forna. Artemis var dóttir Seifs og Letóar og tvíburasystir Apollons. Hún var veiðigyðja og gyðja meydóms og veiða. Rómversk hliðstæða hennar var gyðjan Díana. Frægt hof, Artemisarhofið, var tileinkað Artemis í borginni Efesos og var eitt af sjö undrum veraldar.

Stytta af Artemis á Louvre-safninu í París í Frakklandi.

Tenglar

breyta
  • „Hvað getið þið sagt mér um grísku veiðigyðjuna Artemis?“. Vísindavefurinn.
   Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.