Dælan

(Endurbeint frá Antlia)

Dælan (latneskt heiti: Antlia) er stjörnumerki á suðurhveli jarðar sem franski stjörnufræðingurinn, stærðfræðingurinn og kortagerðarmaðurinn Nicolas-Louis de Lacaille nefndi árið 1752.

Stjörnukort þar sem eru línur á milli stjarnanna sem mynda stjörnumerkið Dælan.
Stjörnumerkið Dælan
Mynd af gömlu loftdælu og í bakgrunni stjörnumerkið Dælan
Stjörnumerkið Dælan, hvernig maður maður sér það með berum augum
Teikning af stjörnumerkinu Dælan og tvöföldu strokk-loftdælu.
Teikning eftir Johann Bode af stjörnumerkinu Dælan og tvöföldu strokk-loftdælu.
Mynd af gömlu loftdælu og í bakgrunni stjörnumerkið Dælan
Koparstunga af stjörnumerkinu Dælan

Dælan er frekar ósýnilegt stjörnumerki, vegna þess að það er ekki svo bjart. Einungis bjartasta stjarnan, α Antliae, nægir til þess að vera í birtuflokki 4. Dælan sést ekki á Íslandi en hún sést á milli 50° N og 90° S.[1]

Á 18. öld nefndi franski stjörnufræðingurinn Nicolas-Louis de Lacaille nokkur svæði stjörnuhiminsins á suðurhveli jarðar sem voru ónefnd. Á móti flestum stjörnumerki, sem eru nefnd eftir persónum í goðsögnum, bera stjörnumerki hans oftast tæknileg nöfn. Stjörnumerkið Dælan nefndi hann árið 1752 eftir tækið loftdæla sem var upphugsað af Otto von Guericke og þróað áfram af Robert Boyle.[2]

Stjarnfræðileg fyrirbæri

breyta

Stjörnur

breyta

Bjartasta stjarnan, α Antliae, er með 4,28 mag sýndarbirtustig og er appelsínugul stjarna í 366 ljósára fjarlægð af gerðinni K4 III.[3]

B HR Nöfn, önnur hugtök mag M> Fjarlægð í ljósárum Gerð
α 4104 Alpha Antliae 4,28 −0,97 366 K4 III
ε 3765 Epsilon Antliae 4,51 −2,16 704 K3 IIIa
ι 4273 Iota Antliae 4,60 0,58 208 K0 III
θ 3871 Theta Antliae 4,78 −0,58 384 A7 V
η 3947 Eta Antliae 5,22 2,61 109 F1 V
4086 5,34 2,3 132 A8 V
4313 5,43 −0,63 530 A0 V
4049 5,44 −3,68 2200 B9.5 Ib/II
3770 5,49 −1,36 760 K2 III CNII
4153 5,50 −1,54 840 C5
4049 5,52
δ 4118 Delta Antliae 5,55 481
ζ1 3780,

3781

Zeta Antliae 5,76

(6,19 / 6,96)

372
ζ2 3789 Zeta Antliae 5,93 374
Kerfi Heildarbirta Hornbil Stjörnur mag
θ 4,78 0,1" A (HR 3871) 5,30
B (HR 3871) 6,18
δ 5,55 11,0" A (HR 4118) 5,58
B (HR 4118) 9,65
ζ1 5,76 8,0" A (HR 3781) 6,19
B (HR 3780) 6,96

Tenglar

breyta
  • Dælan á Stjörnufræðivefnum

Tilvísanir

breyta
  1. „Luftpumpe (Sternbild)“, Wikipedia (þýska), 12. desember 2020, sótt 26. mars 2021
  2. „Luftpumpe (Sternbild)“, Wikipedia (þýska), 12. desember 2020, sótt 26. mars 2021
  3. „Luftpumpe (Sternbild)“, Wikipedia (þýska), 12. desember 2020, sótt 26. mars 2021

Heimild

breyta