Persónur í Stjörnustríðsheiminum

sögupersónur í kvikmyndum, þáttum og bókum úr heimi Stjörnustríðs
(Endurbeint frá Anakin Skywalker)

Persónur í Stjörnustríðsheiminum eru sögupersónur sem koma oft fyrir í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, bókum og öðrum skáldskap sem tengist söguheimi Stjörnustríðs.

Jediriddarar

breyta

Logi Geimgengill

breyta

Luke Skywalker eða Logi Geimgengill á íslensku, er persóna úr Stjörnustríðs-myndunum. Mark Hamill lék persónuna.

Obi-Wan Kenobi

breyta

Obi Wan Kenobi er persóna í Stjörnustríð, Hann er leikinn af Alec Guinness og Ewan McGregor í myndunum og er rödd James Arnold Taylor í Stjörnustríð: Klónastríðin.

Qui-Gon Jinn

breyta

Qui Gon Jinn er sögupersóna úr Stjörnustríðsmyndunum. Obi Wan Kenobi var lærisveinn hans. Kennari Qui Gons var Dooku greifi.

Sithar

breyta

Svarthöfði

breyta

Svarthöfði (eða Darth Vader) er persóna úr Stjörnustríðsheiminum.

Svarthöfði hét í upphafi Anakin Skywalker og var góðmenni mikið. Qui Gon Jinn tók hann að sér til að þjálfa hann en Qui Gon var síðar veginn af Darth Maul. Obi wan, sem var lærlingur Qui Gons, tók þá að sér að þjálfa hann. Hann varð ástfangin af Padmé Amidölu sem var drottning pláneturnar Naboo en seinna þingmaður. Hann var blekktur af drottni sithana Darth Sidious sem kvaðst geta hjálpað honum að koma í veg fyrir dauða Padmé, því að Anakin dreymdi að hún myndi deyja í barnsnauð. Svo hann gerist lærlingur Palpatine og verður heltekinn af grægðgi. Obi wan reynir að stöðva hann og heggur af honum báða fætur og aðra hendina og skilur hann eftir í blóði sínu. Seinna kom Darth Sidious og bjargar honum og setur á hann vélhendi og -fætur og klæðir hann í svartan búning. Á sama tíma ól Padmé honum tvö börn og deyr síðan. Mörg ár líða og Svarthöfði kemst að því að hann eigi son sem heitir Luke Skywalker. Hann mætir honum og reynir að fá hann yfir á myrku hliðina en Logi Geimgengill eins og hann heitir á íslensku nær að flýja. Í seinna skiptið sem þeir mætast, nær Logi að snúa föður sínum á band hins góða og Svarthöfði drepur Darth Sidious. Stuttu síðar deyr hann af sárum sínum.

Dooku greifi

breyta

Dooku greifi (Count Dooku á ensku) eða Darth Tyranus er persóna í Stjörnustríðs-kvikmyndaseríunni. Christopher Lee lék Dooku í kvikmyndunum Árás klónanna og Hefnd Sithsins og Corey Burton talar fyrir hann í teiknimyndaþáttunum í Stjörnustríð: Klónastríðin.

Dooku var lærlingur Yoda og kennari Qui-Gon Jinns, en síðar lærlingur lærisveinn illmennisins Darth Sidious, eða Palpatine.