Alrúna (fræðiheiti: Mandragora officinarum) er jurt af Náttskuggaætt með þykka, oft greinda rót (stólparót) sem gerir það að verkum að hún fær stundum mannsmynd. Alrúna vex villt í Miðjarðarhafslöndunum. Á miðöldum var hún tengd við ýmiss konar hjátrú og litið á hana sem öflugan verndargrip.

Alrúna

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað): Angiosperms
(óraðað) Eudicots
(óraðað) Asterids
Ættbálkur: Kartöflubálkur (Solanales)
Ætt: Náttskuggaætt (Solanaceae)
Ættkvísl: Mandragora
L.
Tegundir

Mandragora autumnalis
Mandragora officinarum
Mandragora turcomanica
Mandragora caulescens

Mandragora officinarum
Mandragora officinarum with violet flowers

Flokkun

breyta
Mandragoreae

Mandragora turcomanica

Mandragora autumnalis

Mandragora officinarum

Mandragora caulescens

Mandragora chinghaiensis

[1][2] Í einni rannsókn var M. chinghaiensis sett innan M. caulescens.[1]

Hjátrú tengd alrúnu

breyta

Á miðöldum var talið að alrúna yxi undir gálga og yrði til af sæði hinna hengdu. Var hennar einkum að leita á slíkum slóðum, enda stundum nefnd „gálgamaður“, til dæmis í dönskum bókmenntum. Ekki var hlaupið að því að grafa upp alrúnurót. Helst var það reynandi fyrir sólarupprás á föstudegi. Skyldi maður þá bera vax í eyru sér, fara til gálgastaðar og hafa með sér kolsvartan hund (eða svartan hana að öðrum kosti). Ekki mátti snerta sjálfa rótina, heldur var grafið umhverfis og bandi brugðið um hana og hnýtt í hundinn. Síðan var hann lokkaður frá rótinni með vænum kjötbita og kippti henni þá upp um leið. Heyrðist þá angistarvein og ógurleg öskur þegar alrúnan slitnaði upp. Varð það venjulega bani hundsins. Hvítu líni var nú sveipað um alrúnurótina, hún síðan böðuð í rauðvíni og klædd í hvítrauðan klæðnað. Varð hún eftir þetta verndarvættur eigandans.

Oft fluttu ferðalangar Alrúnurætur sunnan yfir Alpafjöll og seldu í Norður-Evrópu. En iðulega var hún fölsuð og seldar rætur annarra jurta, sem auðveldara var að ná í, til dæmis sverðliljurætur o. fl. Opinberlega var verslun með alrúnurætur stranglega bönnuð og á galdrabrennuöldinni voru konur sem versluðu með hana brenndar á báli.

Læknislyf fornaldar

breyta

Talið er að Forn-Egyptar hafi haft miklar mætur á alrúnunni. Aldin hennar hafa fundist þar í fornaldargröfum, fléttuð í hálskransa, til dæmis í gröf Tútankamons. Rót, blöð og aldin jurtarinnar voru notuð til lækninga fyrir a.m.k. 3500 árum. Hippókrates, hinn frægi læknir Forn-Grikkja, ráðlagði seyði rótarinnar við þunglyndi, sjálfsmorðshugleiðingum og jafnvel krampa. Í Alexandríu var hún notuð sem deyfilyf löngu fyrir Kristsfæðingu.

Tilvísun

breyta
  1. 1,0 1,1 Tu, Tieyao; Volis, Sergei; Dillon, Michael O.; Sun, Hang & Wen, Jun (2010). „Dispersals of Hyoscyameae and Mandragoreae (Solanaceae) from the New World to Eurasia in the early Miocene and their biogeographic diversification within Eurasia“. Molecular Phylogenetics and Evolution. 57 (3): 1226–1237. doi:10.1016/j.ympev.2010.09.007.
  2. Särkinen et al. (2013), additional file 2